Sjálfstæðisflokkurinn verður að velja í hvorn fótinn hann ætlar að stíga

Það vantar ekki yfirlýsingarnar í Ritstjórahluta frétta- og umræðuþáttarins 21 á Hringbrat í kvöld, en þar setjast ritstjórarnir Björgvin G. Sigurðsson og Valur Grettisson á rókstóla með Sigmundi Ernir og ræða hispurslaust um ríkislögreglustjóramálið, uppnámið í þingnefndum og líðan stjórnmálaflokkanna.

Þeir segja löggumálið öðru fremur hafa vakið menn til umhugsunar um hvað núverandi rikislögreglustjóri hefur setið lengi í embætti; hann hafi ekki komist vel frá sínu á síðustu dögum – og nýr dómsmálaráðherra muni leysa málið með myndarbrag, þessi fyrsta áskorun ráðherra endi ekki sem klúður hans.

Og alíðan flokkanna; Sjálfstæðisflokkurinn sé að kremjast á milli Viðreisnar og Miðflokks, verði að ákveða í hvorn fótinn hann ætli að stíga, þann frjálslynda eða íhaldssama, Viðreisn haldi Samfylkingu niðri, VG haldi siglingu – muni ekki slíta samstarfi við íhaldið fyrir kjörtímabilslok – og Framsókn verði að fara að tjá sig, hafi bara lokað sínum pólitiska gúla af ótta við að tala af sér á síðustu mánuðum eða svo.