Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest fylgi

Átta flokkar verða í borgarstjórn eftir kosningarnar en lokatölur lágu fyrir á sjöunda tímanum í morgun.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er stærstur, fékk átta menn kjörna inn í borg­ar­stjórn en Sam­fylk­ing­in sjö. Viðreisn og Píratar fengu báðir 2 menn kjörna. Viðreisn fékk rúm 8 prósent atvæða og Píratar 7,7 prósent, juku við sig 1,8 prósentum.

Sósíalistaflokkurinn, Miðflokkurinn, Flokkur fólksins og VG fá einn fulltrúa hvor. Sósíalistar fengu 6,4 prósent, Miðflokkurinn rúmlega 6 prósent, Flokkur fólksins fékk 4,3 prósent at­kvæða eða það sama og VG sem núna tapaði 3,75 prósent at­kvæðanna frá því fyr­ir fjór­um árum.

 

Borg­ar­full­trú­arnir 23 því verða:  

Sjálf­stæðis­flokkur

  1. Eyþór Lax­dal Arn­alds
  2. Hild­ur Björns­dótt­ir
  3. Val­gerður Sig­urðardótt­ir
  4. Eg­ill Þór Jóns­son
  5. Marta Guðjóns­dótt­ir
  6. Katrín Atla­dótt­ir
  7. Örn Þórðar­son
  8. Björn Gísla­son

Samfylkingu

  1. Dag­ur B. Eggerts­son
  2. Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir
  3. Skúli Helga­son
  4. Krist­ín Soffía Jóns­dótt­ir
  5. Hjálm­ar Sveins­son
  6. Sa­bine Leskopf
  7. Guðrún Ögmunds­dótt­ir

Viðreisn

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir og Pawel Bartoszek.

Píratar

Dóra Björt Guðjóns­dótt­ir og Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dótt­ir.

 

Sósí­al­ista­flokk­ur­inn

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir

Miðflokkurinn

Vig­dísi Hauks­dótt­ir

Vinstri­hreyf­ing­in - grænt fram­boð

Líf Magneu­dótt­ir

Flokk­ur flokks­ins

Kol­brún Bald­urs­dótt­ir