Íhaldið komið undir 20%

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar milli mánaða úr 43.2% í 37.9%. Við myndun ríkisstjórnarinnar í desember í fyrra naut hún stuðnings 65% kjósenda samkvæmt MMR.

Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur með 19.8% stuðning samkvæmt þessari könnun. Flokkurinn fékk 25.2% atkvæða í kosningunum fyrir ári.

Samfylkingin er áfram næststærsti flokkurinn samkvæmt könnun MMR með 16.6% atkvæða en hlaut 12.1% í kosningunum og hefur bætt við sig þriðjungsfylgi.