Sjálfstæðisflokkurinn sópar út

Hvorki Kjart­ani Magnús­syni né Áslaugu Maríu Friðriks­dótt­ur var boðið sæti á lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, segir á vef Mbl.is. Fréttavefurinn segist hafa heimildir fyrir því að Kjartani og Áslaugu muni hafa verið hafnað af kjör­nefnd flokks­ins.

Kjartan og Áslaug sóttust bæði eftir oddvitasætinu í leiðtogakjöri flokksins þann 27.janúar sl. Í því ljósi hafa þau eindregin vilja til að starfa enn að borgarmálunum enda reynslumikið fólk í flokknum. Þó er möguleiki á því að hvort um sig hafi viljað láta reyna með afgerandi hætti á stöðu sína innan borgarstjórnarflokksins með leiðtogaframboði og viljað allt eða ekkert í vor. 

Hins vegar gagnrýndi Áslaug prófkjörsleiðina. Í ágúst sl., þegar fyrir dyrum stóð að halda leiðtogaprófkjör sagðist Áslaug í samtali við Mbl. frekar halda að sú aðgefrð myndi fæla fólk frá þátttöku og virtist ekki vongóð um árangur sinn:  „Mér finnst að fólk þurfi að kynna sér þetta vel og ég held að þetta fæli frá frek­ar en hitt. Segj­um að það fari fimm og einn verður efst­ur, hvað þá með hina? Þá hafa þeir all­ir lagt mikið und­ir, er sann­gjarnt að það sé ein­hver nefnd sem ræður úr­slit­um um hvar þeir lenda á list­an­um? Mér finnst það ekki,\".

Kjartan sagði þetta í samtali við Kjarnann þegar úrslit leiðtogakjörsins voru ljós í lok janúar að hann gæti vel hugsað sér að taka sæti neðar á listanum: „Það getur vel verið að ég taki sæti á lista. Ég mun bara sjá hvernig þetta verður unn­ið, það er kannski svo­lítið snemma að ákveða þetta. Þetta er bara á for­ræði kjör­nefndar og ég mun bara hlusta á hvað hún hefur að segja.“

Tillaga upp­still­ing­ar­nefnd­arinnar verður lögð fram á fimmtu­dag. 

Sjálfstæðisflokkurinn hefur fjóra af fimmtán borgarfulltrúum, hlaut 25,7prósent fylgi í síðustu borgarstjórnarkosningum með Halldór Halldórsson sem oddvita. Ný könnun frá því í lok ágúst mældi flokkinn hins vegar með rúmlega 34 prósenta atkvæði. Það var um fimm mánuðum áður en Eyþór Arnalds sigraði í leiðtogaprófkjöri flokksins svo ekki í ljóst enn hvaða áhrif oddvitastaða hans hefur á fylgi flokksins í borginni.

Marta Guðjóns­dótt­ir, verður ein úr borgarstjórnarflokknum sem heldur sæti á listanum samkvæmt tíðindum dagsins. 

Borgarstjórn samþykkti síðastliðið haust að fjölga borgarfulltrúum í 23 eða um rúmlega 50 prósent. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vildu þó ekki samþykkja fjölgunina en þess í stað leyfa borgarstjórn að hafa frjálsar hendur með fjölda fulltrúa.  Lögum samkvæmt verða borgarfulltrúar að vera á bilinu 23 til 31 eftir næstu kosningar.