Sjálfstæðisflokkurinn klofnar í mosfellsbæ

Sveinn Óskar Sig­urðsson viðskipta­fræðing­ur mun leiða lista Miðflokks­ins og óháðra í Mos­fells­bæ fyr­ir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar í vor. Í til­kynn­ingu frá Miðflokkn­um kem­ur fram að mark­mið fram­boðsins sé að ná fram hagræðingu í rekstri sveit­ar­fé­lags­ins til að bæta kjör bæj­ar­búa, lækka álög­ur og efla þjón­ustu í Mos­fells­bæ.

Sveinn Óskar er 49 ára, hef­ur BA-gráðu í heim­speki og hag­fræði, MBA-gráðu og MSc-meist­ara­gráðu í fjár­mál­um fyr­ir­tækja. Í til­kynn­ing­unni seg­ir að hann leggi mikla áherslu á að tryggja beri hags­muni barna­fólks og eldri borg­ara til framtíðar. Álög­ur á fólk og fyr­ir­tæki verði að lækka í Mos­fells­bæ og verður það grunn­stefið fyr­ir og eft­ir sveita­stjórn­ar­kosn­ing­ar.

Gagn­rýn­ir Sveinn út­svars­pró­sentu í Mos­fells­bæ sem hafi farið í 14,48% í tíð meiri­hluta Sjálf­stæðis­flokks­ins. Kall­ar hann á að lækka þurfi skatta, minnka yf­ir­bygg­ingu og auka gæði við útboð og fram­kvæmd­ir á veg­um sveit­ar­fé­lags­ins. Þá seg­ist hann leggja áherslu á mennta­mál og að hlúð sé að starfs­fólki og nem­end­um. 

Sveinn Óskar gegndi áður trúnaðar­störf­um fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn, en hann bauð sig fram í 3.-4. sæti í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suðvest­ur­kjör­dæmi fyr­ir alþing­is­kosn­ing­arn­ar árið 2016. Þá var hann formaður Fjöln­is, fé­lags ungra sjálf­stæðismanna í Rangár­valla­sýslu og sat í stjórn SUS um ára­bil. Hann hef­ur einnig verið formaður Sjálf­stæðis­fé­lags Mos­fell­inga.