Sjálfstæðismenn klofna um borgarlínu

Hildur Björnsdóttir og Katrín Atladóttir, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, sátu hjá við atkvæðagreiðslu um Borgarlínu og lögðust ekki gegn málinu eins og samflokksmenn þeirra. Fulltrúi Sósíalistaflokksins vildi vísa málinu frá og kaus loks gegn því. .

Tillagan var lögð fram og samþykkt af meirihluta Samfylkingar, Vinstri grænna, Viðreisnar og Pírata og fól í sér að fela umhverfis- og skipulagsráði ákveðin verkefni við undirbúning Borgarlínu, verkefnis sem snýst um uppbyggingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.

Nánar á

https://stundin.is/grein/7454/sjalfstaedisflokkurinn-klofnadi-um-borgarlinu/