Sjálfstæðisflokkur missir mikið fylgi

MR kynnti rétt í þessu nýja skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokka. Stærstu flokkarnir, það er Píratar og Sjálfstæðisflokkur, missa nokkuð fylgi. Píratar mælast stærstir, með 21,6 prósent, sem er einu prósentustigi minna fylgi en fyrir viku.

Sjálfstæðisflokkur mælist nú með 20,6 prósent sem er tveimur prósentustigum minna fylgi en fyrir viku. Sem segir að flokkurinn hefur tapað ein kjósenda af hverjum tíu á aðeins viku.

Viðreisn er þriðji stærsti flokkurinn, samkvæmt könnuninni, og mælist með 12,3 prósent en var með 11,5 í síðustu viku og er það til að mynda 3,5 prósentustigum hærra en í könnun sem lauk 29. ágúst síðastliðinn. Viðreisn hefur ekki áður mælst með meira fylgi.

Framsókn bætir drjúgt við sig. Mælist nú með 12,2 prósent en var með ellefu prósent fyrir viku. Vinstri græn missa flugið og mælast nú með 11,5 prósent en þau mældust með 13,2 prósent fyrir viku.

Samfylkingin mælist með 9,3 prósent nú sem er meira en fyrir viku, þá mældist Samfylkingin með 8,1 prósent. Björt framtíð er á mörkunum, mælist nú með 4,9 prósent.

Íslenska þjóðfylkingin mælist með 2,3 prósent og Dögun með 2,1 prósent. Aðrir minna.