Sjáðu þegar raddlaus steingrímur skammaði miðflokksmenn: stöðvaði ólaf í miðri ræðu

Umræður um þriðja orkupakkan hafa staðið yfir undanfarna daga. Miðflokksmenn eru langoftast á mælendaskrá og skiptast á að svara hvor öðrum varðandi málefni þriðja orkupakkans. Hafa Miðflokksmenn talað nótt sem dag og hafa sumar umræður enst í nærri 19 klukkustundir.

Í gærmorgun var það nokkuð augljóst að þessar löngu ræður voru byrjaðar að hafa áhrif á Steingrímur J. Sigfússon, forseta Alþingis, en hann þarf að stýra þinginu á meðan þingmenn Miðflokksins ræða við hvorn annan.

Í gærmorgun kom upp atvik þar sem Steingrímur skammaði þingmenn Miðflokksins fyrir að ávarpa Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem þingmanns suður með sjó í stað þess að nefna hana með nafni. Brást Steingrímur illa við og skammaði Miðflokksmenn fyrir þetta:

Hér að neðan má sjá þegar raddlaus Steingrímur skammar þingmenn Miðflokksins og í því síðara stöðvar hann Ólaf Ísleifsson í miðri ræðu.