Sjáðu myndbandið: börkur lögregluþjónn kom til bjargar á síðustu stundu - mannlaus fluttningabíll skapaði stórhættu

Mikil hætta skapaðist við enda Þórunnarstrætis á Akureyri í gær þegar mannlaus flutningabíll rann af stað niður götuna. Fyrir neðan var töluverð umferð. Á vef Ríkisútvarpsins segir að snör handtök lögregluþjóns í bænum hafi komið í veg fyrir slys á fólki, en myndskeið af því sem gerðist má sjá hér fyrir neðan.  

Á vef RÚV segir að Börkur Árnason, lögregluþjónn, hafi verið fljótur að átta sig þegar ökutækið rann af stað, þrátt fyrir að hafa verið í handbremsu. Á meðan bílstjóranum skrikaði fótur í hálkunni tók Börkur á rás á eftir bílnum.

Börkur segir í samtali við RÚV.

„Ég rétt næ að hoppa inn og bremsa áður en bíllinn skellur á fleiri bíla.“