Síminn krefst húsleitar hjá rúv

Síminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. Er húsleit hjá RÚV eina leiðin sem skilað geti „óyggjandi niðurstöðu“ verði málið rannsakað að mati Símans.

Ríkisútvarpið greinir sjálft frá og birtir bréf Símans til Fjölmiðlanefndar í heild sinni á fréttavef RÚV. Undir bréf Símans skrifar Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Símans.

Sem fyrr segir er kvörtunarefni Símans frétt RÚV um framkvæmdir á Hafnartorgi sem birt var í fréttatíma RÚV þann 1. október síðastliðinn. Umrædda frétt má sjá hér. Í fréttinni er staðan tekin á framkvæmdum við Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur og rætt við þá sem standa að framkvæmdunum.

Nánar á

http://www.visir.is/g/2018181019833