Silja bára skipuð formaður jafnréttisráðs

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað Dr. Silju Báru Ómarsdóttur, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, sem formann Jafnréttisráðs. Hún tekur við af Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Hlutverk Jafnréttisráðs er að starfa í nánum tengslum við Jafnréttisstofu og vera ráðherra og framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu til ráðgjafar við faglega stefnumótun í málum er tengjast jafnrétti kynjanna. Sérstök áhersla skal lögð á að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Þá skal Jafnréttisráð undirbúa jafnréttisþing í samráði við ráðherra og leggja fyrir það skýrslu um störf sín.

Í ráðinu sitja nú:

Dr. Silja Bára Ómarsdóttir, skipuð án tilnefningar, formaður,

Maríanna Traustadóttir, tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna og BSRB,

Þórunn Sveinbjarnardóttir, tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna og BSRB,

Pétur Reimarsson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneyti og Samtökum atvinnulífsins,

Einar Mar Þórðarson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneyti og Samtökum atvinnulífsins,

Sigþrúður Guðmundsdóttir, tilnefnd af Samtökum um kvennaathvarf og Stígamótum,

Jón Ingvar Kjaran, tilnefndur af Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum,

Hróðmar Dofri Hermannsson, tilnefndur af Félagi um foreldrajafnrétti,

Guðrún Þórðardóttir, tilnefnd af Femínistafélagi Íslands, Kvenfélagasambandi Íslands og Kvenréttindafélagi Íslands,

Tatjana Latinovic, tilnefnd af Femínistafélagi Íslands, Kvenfélagasambandi Íslands og Kvenréttindafélagi Íslands,

Anna Guðrún Björnsdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.