Sigurður ingi við sigmund davíð: „þér er ekki boðið.“

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vitnaði í frægt lag XXX Rottweiler Hunda þegar hann skaut föstum skotum á Miðflokkinn í ræðu sinni á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. Sigurður Ingi sagði að það hefði komið glöggt í ljós hvers vegna liðsmenn Miðflokksins hefðu ekki átt samleið með Framsókn. Um þetta er fjallað á RÚV.
 

„Því er ekki að leyna að hart hefur verið sótt að okkur af því klofningsbroti sem átti ekki lengur samleið með okkur,“ sagði Sigurður Ingi í ræðu sinni Miðflokkurinn hefði lagt mikið á sig til að komast á dagskrá þingsins með fordæmalausu og innihaldslausu málþófi um þriðja orkupakkann á Alþingi. „Við þetta brot segi ég eins og sagt er í frægu lagi: - Þér er ekki boðið.“

Hér má lesa fréttina í heild sinni.