Finnur viðhorfsbreytingu

Sigríður Björk Guðjónsdóttir segir mikilvægt að ýta undir fjölbreyttni innan lögreglunnar til að mæta því hvernig samfélagið er samsett. Hún hefur verið lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2014.

Eins og sakir stand eru konur aðeins 15% af lögreglumönnum en konur eru aftur á móti fleiri þegar kemur að öðru starfsfólki lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Mjög ánægjuleg þróun er í lögreglunámi sem nú er kennt á háskólastigi. Þar eru fleiri konur skráðar til náms en karlar eða 27 konur og 21 karl. Þetta er í samræmi við aukna fjölbreyttni.

Lögreglan þjónar samfélaginu öllu og ekki er verið að fjölga konum til þess eins að fjölga konum heldur er verið að mæta því hvernig samfélagið er samsett segir Sigríður Björk.

Rannsóknir hafa sýnt bætir Sigríður Björk við að vinnustaðir með jafnari kynjahlutfalli eru betri vinnustaðir.

rtá

Nánar www.vb.is