„sigmundur minn, ekki einu sinni reyna þetta“

Ljóst má vera að almenningi er verulega misboðið eftir að Klaustursupptökurnar voru gerðar heyrinkunnugar. Eins og fram kom í gær voru viðbrögð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, þau að vilja beina sjónum að því að alvarlegt væri að einkasamtöl væru tekin upp og þau birt. Sá var jafnframt tónninn í Gunnari Braga Sveinssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra og Miðflokksmanni sem og Ólafi Ísleifssyni Flokki fólksins, en þeir voru í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2.

Sagður ósómi Íslands

Ef marka má viðbrögð á Facebookvegg Sigmundar Davíðs, hvar hann birti yfirlýsingu sína í gærkvöldi, þá á sú áhersla ekki upp á pallborðið meðal almennings. Þeir sem þar tjá sig virðast ekki mótttækilegir fyrir því að velta fyrir sér lekanum sem slíkum heldur upplýsingunum sem hann ber með sér. Fólk notar tækifærið og hellir sér yfir Sigmund Davíð í athugasemdakerfi á hans eigin Facebookvegg.

Nánar á

http://www.visir.is/g/2018181128743