Sigmundur er blíður, nærgætinn, kurteis, ljúfur, skapgóður, má ekkert aumt sjá og laus við snobb

Sigmundur er blíður, nærgætinn, kurteis, ljúfur, skapgóður, má ekkert aumt sjá og laus við snobb

Rökfastur, vel lesinn, laus við snobb, áreitir ekki að fyrra bragði, tekur til varna fyrir fjölskylduna, húmoristi, glaðlegur, má ekkert aumt sjá, ríka réttlætiskennd, finnur til með minnimáttar, vill rétta hjálparhönd, minnugur, stendur við bakið á vinum sínum, blíður, ljúfur og með jafnaðargeð, staðfastur og kurteis, greindur, seinn til að reiðast, úrræðagóður, lausnamiðaður, traustur, fyndinn, þrjóskur, feiminn, frábær eftirherma, nærgætinn, áhugasamur um fólk og vill allt fyrir alla gera. Og jú, hann er líka mjög langrækinn.

Þetta er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, samkvæmt nærmynd sem birt er á vef Fréttablaðsins. Þar tjá fjölskylda og vinir sig um Sigmund Davíð.

Gunnlaugur, faðir Sigmundar líkir syni sínum við ísbjörn.

„Hann er að mörgu leyti eins og ísbjörn, feldurinn er mjúkur og hlýr, og hann getur svamlað lengi aleinn í ískaldri vök.“

Þá segir Gunnlaugur einnig að ekki sé til snobb í Sigmundi og bætir við: „Það truflar hann ekkert að vera einn með alla á móti sér því hann veit innra með sér að hann hefur á réttu að standa og hann er svo rökfastur og vel lesinn að það er á færi fárra að standa í orðræðu við hann.“

Gunnlaugur segir að Sigmundur megi ekkert aumt sjá og hafi ríka réttlætiskennd og finni til með þeim sem eigi undir högg að sækja. Þá heldur han fram að Sigmundur áreiti ekki að fyrra bragði:

„En ef hann er áreittur ómaklega eða fjölskylda hans þá tekur hann til varna og þá geta höggin orðið þung.“

Þá bætir Gunnlaugur við að lokum: „Hann stendur vel við bakið á vinum sínum og samverkafólki, ver það sé á það ráðist en þegar pólitískir andstæðingar narta í hann sjálfan þá hristir hann sig bara. Þyki honum á hinn bóginn sem hann sé svikinn eða komið sé í bakið á honum með óheiðarlegum hætti man hann slíkt til eilífðar.“

Sigríður G. Sigurbjörnsdóttir, móðir Sigmundar segir hann blíðan og ljúfan með mikið jafnaðargeð. Sigríður segir.  

„Hann er hlýr, feiminn, vinur vina sinna, staðfastur og kurteis.“

Þá segir hún Sigmund vera seinþreyttan til vandræða, er seinn að reiðast en ef hann reiðist situr reiðin djúpt í honum.

Nýjast