Sigmundur davíð birtir pistil vegna klaustursmáls

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, hefur birt pistil á heima­síðu sinni þar sem hann gefur í skyn að fjöl­miðlar og stjórn­mála­menn hefðu farið öðru­vísi með Klaust­ur­upp­tök­urnar svoköll­uðu ef þeir sem teknir væru upp væru úr vinstri­flokk­um.

Í pistl­in­um, sem ber nafnið „Er sama hver er?“, leggur Sig­mundur Davíð út frá því að þing­menn­irnir sex sem sátu að sum­bli á Klaust­ur­bar hefðu verið úr Vinstri grænum og Sam­fylk­ingu og að sá sem tekið hafi upp sam­tal þing­mann­anna hafi verið „ungir Heim­dell­ingur og harð­lín­u-frjáls­hyggju­mað­ur“ sem hefði „gert ráð­staf­anir til að njósna um einka­sam­tal þeirra klukku­tímunum sam­an.“

Sigmundur Davíð gefur þing­mönnum og flestum fjöl­miðlum gervi­nöfn í pistl­inum og gengur einnig út frá því að upp­tökur á sam­tölum eins og þeim sem áttu sér stað á Klaust­ur­bar 20. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn, séu ólög­leg­ar. Í skrif­unum er Stundin t.d. köllum hin ákafa hægri­vef­síða Tíð­ar­and­inn og Kjarn­inn fær við­ur­nefnið hægri­vef­ur­inn Kvörnin sem „hafi lengi helgað sig bar­átt­unni gegn ógnum komm­ún­isma og krat­isma.

Nánar á

https://kjarninn.is/frettir/2018-12-16-sigmundur-david-gefur-i-skyn-ad-vinstrimenn-upptoku-hefdu-fengid-odruvisi-medhondlun/