Siðfræðistofnun til ráðgjafar stjórnvöldum

Sið­fræði­stofn­un, rann­sókn­ar­stofnun sem heyrir undir Hug­vís­inda­stofnun Háskóla Íslands, verður stjórn­völdum til ráð­gjafar í sið­fræði­legum efnum tíma­bilið 1. jan­úar 2019 til 31. des­em­ber 2021. Þetta kemur fram í sam­starfs­samn­ingi sem Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra, Jón Atli Bene­dikts­son rektor Háskóla Íslands og Vil­hjálmur Árna­son, stjórn­ar­for­maður Sið­fræði­stofn­unar rit­uðu undir í gær en frá þessu er greint í frétt for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins. 

Stofn­unin mun vinna með stjórn­völdum að eft­ir­fylgni og inn­leið­ingu til­mæla í skýrslu starfs­hóps for­sæt­is­ráð­herra um efl­ingu trausts á stjórn­málum og stjórn­sýslu, sem var birt í sept­em­ber síð­ast­liðn­um. 

Sam­kvæmt samn­ingnum getur hvert ráðu­neyti einnig óskað eftir ráð­gjöf Sið­fræði­stofn­unar um ein­stök mál á sínu mál­efna­sviði, þar með talið um fyr­ir­hug­aða laga­setn­ingu. Þá geta Alþingi og stofn­anir þess óskað eftir ráð­gjöf Sið­fræði­stofn­un­ar. Greiðslur úr rík­is­sjóði fyrir verkið munu nema 10 millj­ónum króna árlega.

Nánar á

https://kjarninn.is/frettir/2018-12-14-sidfraedistofnun-verdur-stjornvoldum-til-radgjafar-i-sidfraedilegum-efnum/