Sextugs afmæli ESB

Hefur aðdráttarafl Evrópusambandsins veikst?

Sextugs afmæli ESB

Hinn 25.mars munu ríkisoddvitar Evrópusambands ríkjanna 27 (ESB) mæta á stefnumót í Róm til að fagna sextugsafmæli ESB. Forsætisráðherra Stóra-Bretlands Theresa May boðar forföll.

Spyrja má við þetta tilefni hve mörg önnur stórafmæli mun ESB eiga. Fimmta stærsta hagkerfi heimsins boðar útgöngu úr sambandinu og mun hætta að greiða milljarða til ESB. Þegar Rómarsáttmálin varð til árið 1957 voru íbúar núverandi aðildarríkjanna 28 ein 12% jarðarbúa. Nú eru þeir rétt um 6% og verður tæp 4% árið 2060. Þjóðarframleiðsla þessara 28 ESB ríkja árið 2030 verður 20% af heildarþjóðarframleiðslu veraldarinnar.    

Aðunn Arnórsson skrifaði árið 2009 læsilega bók um aðildarviðræður við Evrópusambandið (ESB). Frá því Evrópusamruninn hófst fyrir sextíu árum hefur hann í formi ESB vaxið stöðugt. Bæði "á dýptina" með því að stofnunum ESB vex fiskur um hrygg. Þó í missstórum áföngum. Sífellt fleiri málaflokkar færast í hendur stofnana ESB. ESB hefur svo vaxið "á víddina" með fjölgun aðildarríkja.ESB.  Dr Baldur Þórhalsson gerir Evrópumálum góð skil í öllum skrifum sínum um Ísland og Evrópu. Dr Baldur telur að það viðhorf  ráðandi að íslenskum hagsmunum sé best borgið í alþjóðakerfinu í tvíhliða samskiptum frekar en með virkri þátttöku í fjölþjóðasamstarfi innan alþjóðastofnana.

Benda má á að sá valkostur er hins vegar ekki alltaf fyrir hendi. Varnarsamstarf Ísland er dæmi um hvernig Íslendingar velja lausnir til að tryggja varnir landsins. Annars vegar í fjölþjóðasamstarfi innan Atlantshafsbandalagsins (NATO) og hins vegar tvíhliða samskipti með varnarsamningi við Bandaríkin. Það valdaframsal sem myndi leiða af aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) gerir það að verkum að stjórnvöld ríghalda í sjálfsákvörðunarréttinn í öllum íslenskum málum. Það mun ekki breytast á næstunni. Ísland verður enn um sinn í skipulögðum samtökum "utanborðsríkjana fjögura" Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA).  

Nánar www.valdaiclub.com og www.utanrikisraduneytid.is og www.evropan.is

Nýjast