Sex ára ein­hverf­ur dreng­ur læst­ur inni í rútu í nokkr­a klukkutím­a á dalvegi – foreldrarnir grátandi og í áfalli

Foreldrar sex ára einhverfs drengs voru í áfalli þegar þau uppgötvuðu að sonur þeirra hafði gleymst og komst hvergi, fastur inni í rútu í sex klukkutíma á Dalvegi í gær. Drengurinn heitir Mikolaj Czerwinka og er ný byrjaður í fyrsta bekk í Klettaskóla. Í Fréttablaðinu er greint frá því að hann hafi átt að fara á frístundaheimilið Guluhlíð sem ætlað er börnum með sérþarfir. Þegar móðir hans, Sylwia kom að sækja hann var hann hvergi að finna. Þá kom í ljós að drengurinn hafði aldri skilað sér í guluhlíð eftir skólann.

Lögregla var ræst út og fljótlega kom í ljós að drengurinn hafði gleymst í rútunni sem sér um að flytja börnin á milli skólans og frístundaheimilisins klukkan hálf tvö. Klukkan fimm fannst svo barnið. Mikolaj glímir við þroskahömlun og hreyfiþroskaröskun og þarfnast sérstakrar umönnunar

 sem er fyrir börn með sérþarfir, en þegar mamma hans, Sylwia, kom að sækja hann var hann hvergi að finna. Michal faðir drengsins segir í samtali við vef Fréttablaðsins.

„Við erum í algeru sjokki enn þá en þetta hefði getað endað á verri veg.“

Faðir drengsins bætir við að drengurinn hafi verið himinlifandi að sjá foreldra sína. Faðir hans segir:

„ ... hann var mjög svangur og pissublautur þegar við fengum hann í fangið.“ Þá er faðirinn ósáttur við útskýringar skólans en fundur var haldinn með foreldrunum. Yfirgáfu þau fundinn eftir fimm mínútur og segja að hann hafi verið erfiður. Bætir hann við að þau hjónin hafi bæði brostið í grát. Ákváðu hjónin að ræða við Fréttablaðið í þeirri von að ekkert þessu líkt myndi gerast fyrir önnur börn.

Ítarlegt viðtal má finna á vef Fréttablaðsins.