Sérfræðingur í tölvuöryggismálum: Auðvelt að hakka Facebook-síðuna þína – Þetta verður þú að vita

Sérfræðingur í tölvuöryggismálum: Auðvelt að hakka Facebook-síðuna þína – Þetta verður þú að vita

Theodór R. Gíslasonar, tæknistjóra tölvuöryggisfyrirtækisins Syndis segir að líklega sé lítið mál að hakka Facebook-síðuna þína. Hann ræddi málin við Spegilinn á RÚV eftir að greint var frá því að Facebook-síða Belgans með burstann var hökkuð. Ef einhverjum er illa við þig er auðvelt að áreita þig eða skaða með því að komast yfir aðgang að samfélagsmiðlum.

„Ég held þetta sé bara það sem koma skal á þessum tímum sem við lifum á í dag, þetta er internetöldin.“

Þá segir Theodór að þetta sé nokkuð auðvelt og kosti lítið.

„Þetta er orðið mjög þægilegt og auðvelt. Þetta er eitthvað sem margir sjá sér hag í að gera ef þeir vilja valda tjóni og það er augljóslega hægt að lama einhverjar þjónustur með svona hlutum.“

Hann bætir við: „Það er alveg ótrúlega einfalt og það kemur fólki á óvart þegar maður segir því lykilorðið sitt. Ég þori að veðja að af þeim sem eru að hlusta núna er örugglega hægt að segja 70 - 80% lykilorðið sitt.“

Theodór sagði við Spegilinn að þetta gæti hann gert með því að fletta notendanöfnum fólks á samfélagsmiðlum upp á sérstökum síðum.

„Það er alltaf verið að hakka síður út um allan heim og eftir innbrot eru lykilorð okkar gjarnan tekin og svo eru þau nýtt í þessum gagnalekum sem eiga sér stað hér og þar. Í dag, að treysta á notendanafn og lykilorð fyrir sína miðla, samfélagsmiðla og annað er bara klikkun, það er svo auðvelt að komast yfir þessar upplýsingar.“

Theodór mælir með því að fólk sem vill forðast hakk eða annað ónæði að vera með tvíþætta auðkenningu. Hann segir að það sé ekki fullkomin lausn en miðlarnir mæli allir með því og bjóði upp á það.

Hér má lesa ítarlega úttekt Spegilsins.

Nýjast