Sér fram á að missa fimm daga gamalt barn sitt

Ung kona sem eignaðist barn fyrir þremur dögum vonast til þess að barnavernd veiti henni tækifæri til þess halda barninu í sinni forsjá en henni hefur verið tilkynnt að það verði tekið frá henni eftir tvo daga. Konan sem glímir við fíknivanda féll á meðgöngu en með aðstoð komst hún á beinu brautina.

Þetta er aðeins brot úr ítarlegri umfjöllun Stöðvar 2. Hér má lesa og horfa á viðtalið í heild sinni.

Fyrir þremur dögum fæddist Elvu Christinu Hafnadóttur lítil stúlka. Fæðingin gekk vel og heilsast henni og barni vel að hennar sögn.

Vefmiðillinn Sykur greindi fyrst frá málinu en Elva hefur barist við áfengis- og vímuefnaneyslu um árabil, þó með hléum. Fyrir meðgöngu var hún í neyslu en hætti þegar hún komst að því að hún væri ólétt. Á meðgöngunni slitu hún og barnsfaðir hennar samvistum og fluttist hann með eldra barn þeirra til Noregs.

„Þarna missti ég barnið mitt frá mér, reyndar ekki til yfirvalda en hann allavega fór með hann til Noregs og neyslan mín varð bara verri. Og þetta var einhvern veginn svo óraunverulegt. Ég var ein og þunglynd og ég hafði ekki marga að þarna. Ég bara ekki í jafnvægi og ég skil ekki af hverju tók ekki ábyrgðina þá,“ segir Elva Christina Hafnadóttir.

Þetta er aðeins brot úr ítarlegri umfjöllun Stöðvar 2. Hér má lesa og horfa á viðtalið í heild sinni.