Selur í jökulsárlóni í hættu vegna plasts

Selur í Jökulsárlóni fannst illa er haldinn vegna plastnets sem var fast utan um háls hans.

Erlendur ferðamaður kom auga á sel sem augljóslega er hætt kominn vegna plastmengunar. Hann sendi tölvupóst á íslenskar stofnanir í von um að hægt væri að bjarga selnum

DV segir frá þessu og hafði samband við Matvælastofnun vegna málsins og fékk það staðfest að samkvæmt ráðum héraðsdýralæknis ætti að aflífa selinn.

Í frétt DV segir að starfsmenn Jökulsárþjóðgarðs fylgis með ástandi selsins úr fjarska en erfitt er að nálgast hann.