Seltjarnanesbær hækkar leigu á félagslegu húsnæði um 45%

Seltjarnarnesbær ákvað á bæjarstjórnarfundi í gær að hækka húsaleigu félagslegra íbúða í sveitarfélaginu um 45%. Mun hækkunin eiga sér stað í áföngum yfir næstu sex mánuði. Kjarninn greindi fyrst frá þessu.  Um 160 milljóna króna halli var á rekstri sveitarfélagsins fyrstu 6 mánuði ársins en frá árinu 2015 til dagsins í dag hefur sveitarfélagið verið rekið með 731 milljóna króna halla.

Bæjarfulltrúar Samfylkingarnar harðlega gagnrýndu þessa ákvörðun og bentu á að þessi hækkun væri mjög undarleg forgangsröðun, en á sama tíma og kjarasamningur bæjarstjóra er uppfærður. Laun bæjarstjóra bæjarins, Ásgerður Halldórsdóttir, er nú um 2 milljónir króna á mánuði. Laun bæjarstjóra hækkuðu um 40% árið 2016.

Alls eru 19 félagslegar íbúðir á Seltjarnarnesi, en það samsvarar 4 félagslegum íbúðum á hverja þúsund íbúa. Til samanburðar eru 20 félagslegar íbúðir á hverja þúsund íbúa í Reykjavík.