Segja aðstoðarmenn may undirbúa kosningar

Í frétt blaðsins segir að þetta séu viðbrögð við sneypuför May til Salzburg á dögunum, þar sem leiðtogar Evrópusambandsins sópuðu nýjustu Brexit-tillögum hennar út af borðinu og sögðu þær engan veginn ganga upp.

Vitnað er í símtal tveggja ráðgjafa hennar, þar sem annar þeirra er sagður hafa spurt hinn sem svo: „Hvað ertu að gera í nóvember? Ég held nefnilega að við þurfum að halda kosningar.\" Tekið er fram að ekkert sé ákveðið í þessum efnum; aðstoðarmennirnir hafi ekki rætt kosningarnar við May sjálfa og þetta sé enn sem komið er einungis vara-áætlun sem grípa má til ef allt fer á versta veg.

Nánar á

http://www.ruv.is/frett/segja-adstodarmenn-may-undirbua-kosningar