Segir vegaskatta vera framtíðina

„…veruleikinn blasir við okkur, fjölgun bifreiða, stöðugt vaxandi umferð og auknar kröfur til umferðarmannvirkja kalla á síaukin opinber útgjöld. Það er því ærin ástæða til að taka gjaldtöku af umferð til skoðunar í heild sinni, hagnýta sér nútímatækni með framtíðina að leiðarljósi. Ekki að skella á gjaldtöku á ábatasömum blettum með öruggan gróða, jafnvel einstaklinga og einkafyrirtækja í huga,“ sagði Guðjón Brjánsson Samfylkingu í þingræðu.

Hann er ekki hrifinn af samgönguáætlun Sigurðar Inga.

„Stjórnvöld hafa alið á miklum væntingum um stórátak í þessum málaflokki, eins og reyndar í mörgum öðrum sem lítið verður síðan úr, annað en ofurlítið fjaðrafok. Þingsályktunartillaga sú sem við lítum nú stenst ekki væntingar. Húrrahrópin heyrast enda ekki. Fagnaðarlætin ætla einhvern veginn ekkert að hefjast.“

Nánar á

http://www.midjan.is/segir-vegaskatta-vera-framtidina/