Segir þriðja orkupakkann ekki vera erfitt mál innan vinstri grænna

„Kannski snýst þessi spurn­ing meira um veru okkar í EES og kannski snýst hún líka um það hvort við viljum leggja sæstreng eða ekki og hver er þá afstaða okkar almennt til orku­fram­leiðslu á Ísland­i.“

Þetta sagði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra í við­tali við Þórð Snæ Júl­í­us­son, rit­stjóra Kjarn­ans, í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í vik­unni þar sem þau ræddu þriðja orku­pakk­ann og þær miklu deilur sem sprottið hafa upp um hann.

Þing­störf síð­ustu viku sner­ust að stórum hluta um umræður um þriðja orku­pakk­ann, en sex flokkar á Alþingi styðja inn­leið­ingu hans á meðan að tveir, Mið­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins, eru á móti. Auk þess hafa sam­tökin „Orkan okk­ar“ láti mjög til sín taka í umræðum um málið en þau eru á móti inn­leið­ingu hans. Á meðal stofn­enda þeirra félaga­sam­taka eru menn sem hafa leikið lyk­il­hlut­verk innan Vinstri grænna í gegnum tíð­ina á borð við Ögmund Jón­as­son, Jón Bjarna­son og Hjör­leif Gutt­orms­son.

Hægt er að sjá stiklu úr þætt­inum hér að neð­an: