Segir steingrím setja upp pólitísk réttarhöld

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að málsmeðferð Alþingis á Klaustursmálinu svokallaða séu pólitísk réttarhöld í boði Steingríms J. Sigfússonar, forseta alþingis. Hann segir að Steingrímur telji sig eiga harma að hefna og sé nú að nýta stöðu sína sem forseti í þeim tilgangi. Hann segir þingmenninna sex í Klaustursmálinu hafa liðið sálarkvalir og mátt þola grimmilega refsingu vegna málsins.

Þetta kemur fram í grein sem Sigmundur skrifar og birtist í Morgunblaðinu í dag. Sigmundur Davíð var sem kunnugt er einn þeirrra sex alþingismanna sem sátu á sumbli á barnum Klaustri á síðasta ári þar sem þeir létu ýmis niðrandi ummæli falla um samþingmenn sína og aðra nafntogaða einstaklinga.

Nánar á

http://www.visir.is/g/2019190129882