Segir sjálfstæðisflokk stunda hundaflautupólitík gegn útlendingum

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata segir að flokkur hennar hafi verið opinn fyrir því að skoða aðkomu Flokks fólks­ins að rík­is­stjórn­ar­mynd­un. Eftir að hafa átt sam­skipti við þing­menn hans þá sýn­ist henni að það væri vel talandi við flokk­inn. Það sem Píratar hafi sett helst fyrir sig voru útlend­inga­mál.

Þetta kemur fram í sjón­­varps­þætti Kjarn­ans sem sýndur er klukkan 21 á Hring­braut í kvöld. Þar eru Þór­hildur Sunna og Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, við­­mæl­endur Þórðar Snæs Júl­í­us­­son­­ar, rit­­stjóra Kjarn­ans. Umræð­u­efnið er verð­andi rík­­is­­stjórn, þær stjórn­­­ar­­mynd­un­­ar­við­ræður sem strönd­uðu í byrjun síð­­­ustu viku og kjör­­tíma­bilið fram und­an.

Þór­hildur Sunna segir að sér hafi stundum orðið um og ó við mál­flutn­ing ein­stak­linga innan Flokks fólks­ins gagn­vart útlend­ingum og fund­ist það erf­ið­asti hjall­inn til að klífa gagn­vart þeim. „En ef ég ber það saman við Sjálf­stæð­is­flokk­inn sem hefur haldið á dóms­mála­ráðu­neyt­inu í 30 ár og rekið mjög harða stefnu gagn­vart útlend­ing­um, og á ekki í erf­ið­leikum með að tala niður til þeirra heldur og að nota það sem kall­ast hunda­flautupóli­tík gegn útlend­ingum hérna, þótt sumir séu ber­orð­ari en aðrir eins og til dæmis Ásmundur Frið­riks­son og Óli Björn Kára­son, sem hefur talað um að nota stál­hnef­ann gegn útlend­ingum og hæl­is­leit­end­um, þá finnst mér það ekki vera verra í sam­an­burð­i.