Segir Ragnari Þór hafa mistekist

Átökin um völdin í VR:

Segir Ragnari Þór hafa mistekist

„Það er er ekk­ert leynd­ar­mál og Ragn­ar hef­ur sagt það margoft sjálf­ur að hann ætlaði sér að hreinsa út úr stjórn­inni. Hon­um tókst það ekki og því má velta því fyr­ir sér hvort hann sé kom­inn í minni­hluta í eig­in stjórn.“

Þetta seg­ir Ingi­björg Ósk Birg­is­dótt­ir við Morgunblaðið í dag, en hún var í gær end­ur­kjör­in í stjórn VR. Hún seg­ir að Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR, hafi ætlað að koma fimm stuðnings­mönn­um sín­um í stjórn­ina en aðeins komið tveim­ur inn.

Í um­fjöll­un um stjórn­ar­kosn­ing­una hjá Versl­un­ar­manna­fé­lagi Reykja­vík­ur í Morg­un­blaðinu í dag seg­ist Ragn­ar sjálf­ur nokkuð sátt­ur við úr­slit­in og öfl­ugt fólk komi inn í stjórn­ina. Gott sam­starf hafi verið inn­an stjórn­ar.

Nýjast