Segir málið togað í pólitískar skotgrafir

Úrskurður um að lög um persónuvernd hafi verið brotin vegna þáttar Reykjavíkurborgar í átaki til að auka kosningaþátttöku hefur vakið miklar umræður. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það alvarlegt mál að einstakir pólitískir fulltrúar hafi reynt að toga þetta mál ofan í flokkspólitískar skotgrafir. Enginn vafi leiki um framkvæmd umræddra kosninga heldur snúist málið um meðhöndlun persónuupplýsinga.
 

Reykjavíkurborg, rannsakendur við Háskóla Íslands og Þjóðskrá brutu persónuverndarlög í aðdraganda sveitastjórnarkosninganna síðasta sumar samkvæmt niðurstöðu Persónuverndar. SMS-skilaboð og bréf sem send voru ungu fólki hafi verið „gildishlaðin\" og ranglega talað um skyldu til að kjósa. Þau hafi verið til þess fallin að hafa áhrif á hegðun unga fólksins í kosningunum.

Nánar á

http://www.ruv.is/frett/segir-malid-togad-i-politiskar-skotgrafir