Segir hroka og hleypidóma einkennismerki fjármálaráðherra

Bergur Þór Ingólfsson, leikari og leikstjóri, tók upp hanskann fyrir ljósmæður í pistli sem hann skrifaði á Facebook síðu sinni. Þar segir það sé svipað að fylgjast með framgöngu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, í kjaradeilu ljósmæðra og að horfa á sjónvarpsefni sem á að gerast á árunum í kringum heimsstyrjöldina fyrri eins og Downton Abbey.

Þá kastar hann kveðju til Jane Austen, höfundar Hroka og hleypidóma, þegar hann segir: „Hroki og hleypidómar virðist vera einkennismerki flokks hans. Hann hagar sér eins og húsbóndi með hjú gagnvart ljósmæðrum og samstarfsflokkar hans í ríkisstjórn taka þátt með þögninni,“ segir Bergur sem telur Bjarna hafa talað niður til ljósmæðra og gefið í skyn að þær færu með „kellingaþvaður“.

Nánar á

http://www.visir.is/g/2018180709270/segir-hroka-og-hleypidoma-einkennismerki-fjarmalaradherra-og-sjalfstaedisflokks