Segir hættur steðja að heimshagkerfinu

Gylfi Zoëga, pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands, segir óveð­urs­ský liggja á sjón­deild­ar­hringnum sem gætu valdið nýrri kreppu á alþjóða­vísu. Jafn­framt segir hann heim­inn minna til­bú­inn í efna­hags­legar svipt­ingar nú og hann var fyrir ára­tug síð­an, en bætir þó við að Ísland standi betur að vígi en flest önnur lönd. Þetta kemur fram í ítar­legri grein Gylfa í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar sem kom út í gær.

Í grein sinni skrifar Gylfi um stöðu efna­hags­mála í heim­inum í dag, en sam­kvæmt honum hefur hún vænkast á und­an­förnum tíu árum með auknum hag­vexti og meira eft­ir­liti með fjár­mála­stofn­un­um. Hins vegar séu ýmis við­vör­un­ar­ljós í hag­kerfum Vest­ur­landa og nýmark­aðs­ríkja farin að blikka, einkum vegna auk­innar skuld­setn­ing­ar, vaxta­muna­við­skipta og póli­tískra átaka. 

Nánar á

https://kjarninn.is/frettir/2018-07-05-segir-haettur-stedja-ad-heimshagkerfinu/