Segir góða fólkið þurfa að óttast um líf sitt

Yfirlýsingar Halls Hallsonar og Péturs Gunnlaugssonar á Útvarpi Sögu, sem Stundin greindi frá í gær, eru þess efnis að mögulega þarf venjulegt fólk að óttast um líf sitt. Þetta skrifar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar stéttarfélags, á Facebook-síðu sína.

Í frétt Stundarinnar var rakið samtal þeirra Péturs og Halls, en sá síðarnefndi var gestur í síðdegisþætti Péturs á Útvarpi Sögu síðastliðinn þriðjudag. Tilefnið var grein Halls í Morgunblaðinu þar sem hann fjallaði um mál enska hægriöfgamannsins Tommy Robinsons. Þeir Pétur og Hallur komust að þeirri niðurstöðu í samtali sínu að hið svokallaða góða fólk vildi koma því svo fyrir að hér á landi ríki aðeins ein ríkisskoðun.

Nánar á

https://stundin.is/grein/7244/segir-goda-folkid-thurfa-ad-ottast-um-lif-sitt/