Segir fortíð ólafs ekki trufla áhuga á baðlóni

Áformum Ólafs Ólafssonar um risahótel á sunnanverðu Snæfellsnesi hefur verið slegið á frest en enn er þó unnið að gerð stærðar baðlóns á svæðinu. Oddvitinn í hreppnum segir íbúa jákvæða og að fortíð Ólafs í viðskiptum trufli þá ekki.
 

Ólafur Ólafsson og kona hans eiga nokkrar jarðir á sunnanverðu Snæfellsnesi, til dæmis Borg, Miðhraun og Laxárbakka. Á einni þeirra, Eiðhúsum, hafa um skeið verið starfrækt fimm gistirými á vegum Festis, fasteignafélags Ólafs sem meðal annars er á bak við fyrirhugaða uppbyggingu í Vogabyggð. Í september 2017 kynntu forsvarsmenn Festis áform um að reisa allt að 150 herbergja hótel og gera stórt baðlón í landi Eiðhúsa.

Aðalskipulagi svæðisins var breytt í desember og nú er gert ráð fyrir að á landinu geti verið allt að sex þúsund fermetra baðlón og allt að tólf þúsund fermetra hótelbygging.

Hóteláformin eru reyndar í biðstöðu – Róbert Aron Róbertsson, framkvæmdastjóri Festis, segir að til standi að byrja á lóninu og hafa það um 1.500 fermetra í fyrstu. Hótelið kæmi þá síðar, ef vel gengur.

Nánar á

http://www.ruv.is/frett/segir-fortid-olafs-ekki-trufla-ahuga-a-badloni