Segir ees-möguleika breta úr sögunni

Mögu­leik­inn á að Bret­land verði aðili að samn­ingn­um um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES) eft­ir að landið yf­ir­gef­ur Evr­ópu­sam­bandið er end­an­lega úr sög­unni að mati Johns Mann, þing­manns Verka­manna­flokks­ins, eft­ir að hann sat þing­flokks­fund flokks­ins í gær.

Fram kem­ur á frétta­vef breska dag­blaðsins In­depend­ent sem fréttavefurinn mbl.is vitnar til í dag að fram hafi komið í máli Jeremys Cor­byn, leiðtoga Verka­manna­flokks­ins, á fund­in­um að EES-samn­ing­ur­inn hentaði ekki hags­mun­um Bret­lands eft­ir að út úr Evr­ópu­sam­band­inu væri komið.

Lá­v­arðadeild breska þings­ins gerði í síðustu viku meðal ann­ars þær breyt­ing­ar á frum­varpi rík­is­stjórn­ar Bret­lands und­ir foystu Th­eresu May for­sæt­is­ráðherra og leiðtoga Íhalds­flokks­ins um það hvernig yrði staðið að út­göngu lands­ins úr Evr­ópu­sam­band­inu að aðild að EES utan sam­bands­ins skyldi koma til álita í kjöl­far henn­ar.

Frum­varpið kem­ur í kjöl­farið aft­ur til kasta neðri deild­ar þings­ins sem áður hafði samþykkt það án slíkra breyt­inga. Málið verður tekið fyr­ir síðar á þessu ári en stuðning­ur þing­manna Verka­manna­flokks­ins get­ur skipt miklu máli varðandi af­greiðslu þess.

Haft er eft­ir Mann að mik­il andstaða hafi komið fram á þing­flokks­fund­in­um. Marg­ir þing­menn hafi staðið upp og sagt að aðild að EES-samn­ingn­um kæmi ekki til greina. Það færi gegn ákvörðun breskra kjós­enda 2016 að segja skilið við sam­bandið.

„Þetta hef­ur ekki gerst áður inn­an þing­flokks­ins,“ seg­ir Mann og enn­frem­ur. „Aðild að EES er dauð eft­ir þetta.“ Mann sagði fund­inn styrkja af­stöðu Cor­byns til EES-samn­ings­ins. „En það geng­ur að dauðu því sem kom frá lá­v­arðadeild­inni - það mun ljós­lega ekki njóta stuðnings Verka­manna­flokks­ins.“

Hins veg­ar seg­ir í frétt­inni að ann­ar þingmaður Verka­manna­flokks­ins hafi sagt að Cor­byn hafi verið beðinn um það á fund­in­um að halda öll­um mögu­leik­um opn­um þegar málið kæmi til kasta neðri deild­ar­inn­ar. Hann hafi ekki úti­lokað að gera það.

Verði breyt­ing­ar­til­lögu lá­v­arðadeild­ar­inn­ar hafnað af neðri deild­inni þegar málið kem­ur til kasta henn­ar síðar á ár­inu, sem lík­lega verður í haust, get­ur lá­v­arðadeild­in ekki gert sam­bæri­lega breyt­ingu á frum­varp­inu á nýj­an leik, segir í samantektinni á mbl.is í dag sem nánar má skoða hér.