Segir breta skulda íslendingum afsökunarbeiðni

Hannes segir líka að einn almennan lærdóm fyrir Evrópu og raunar allan heim megi draga af viðbrögðum íslenskra stjórnvalda við bankahruninu: Með því að gera innstæðueigendur að forgangskröfuhöfum í bú banka verður óþarft að veita bönkum ríkisábyrgð, og þannig minnkar freistnivandi (moral hazard) banka.

Hannes segir að bresk stjórnvöld hafi bjargað öllum breskum bönkum með aðgerðum sínum í októberbyrjun 2008 nema þeim tveimur, sem voru í eigu Íslendinga, Heritable og KSF. „Þeim var neitað um fyrirgreiðslu og lokað með tilskipunum. Með því mismunuðu stjórnvöld á grundvelli þjóðernis, sem gengur gegn reglum um innri markað Evrópu. Samt var það mál ekki tekið upp af Framkvæmdastjórn ESB,“ segir Hannes

Nánar á

http://www.ruv.is/frett/segir-breta-skulda-islendingum-afsokunarbeidni