Segir Björn Bjarnason rógbera og bullara

Visir.is greinir frá

Segir Björn Bjarnason rógbera og bullara

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, fordæmir skrif Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og krefst þess að hann dragi þau til baka. Björn, sem rekið hefur vefsíðu sína bjorn.is áratugum saman, hefur birt bréf Viðars en ekki séð ástæðu til að draga neitt í land með yfirlýsingar sínar sem fara svo þversum í Viðar.

Viðar gerir athugasemdir við nokkur atriði í nýjasta pistli Björns svo sem þessi:

„Nokkrar umræður urðu í haust þegar fjármálastjóri Eflingar til margra ára fékk fyrirmæli um að fara í veikindaleyfi eftir að hafa gert athugaemd vegna reiknings frá eiginkonu Gunnars Smára til Eflingar.“

Segir fullyrðingar Björns rógburð

Viðar segir þetta af og frá: „Það er rangt að fjármálastjóri eða nokkur starfsmaður Eflingar hafi „fengið fyrirmæli um að fara í veikindaleyfi.“ Leyfi vegna veikinda, fæðingarorlofs o.s.frv. eru samnings- og lögbundin réttindi sem starfsmenn Eflingar nýta sér að eigin frumkvæði að uppfylltum skilyrðum þegar tilefni er til. Stjórnendur Eflingar reyna að sjálfsögðu ekki að hafa áhrif á það hvenær eða hvernig starfsmenn félagsins nýta sér þau réttindi. Fullyrðingar um slíkt eru rógburður.

Nánar á

http://www.visir.is/g/2019190108977

Nýjast