Seðlabankinn greip inn í gjaldeyrismarkaðinn

Vefur Fréttblaðsins sagði frá því í gær að Seðlabankinn hafi í gær beitt inngripum á gjaldeyrismarkaðinn en bankinn mun á morgun senda frá sér nánari upplýsingar.

Viðskiptablaðið fjallaði síðar um þetta og fékk staðfestingu á því frá Stefáni Jóhanni Stefánssyni, upplýsingafulltrúa Seðlabanka Íslands sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.  Svar bankans til Viðskiptablaðsins var eftirfarandi: „Seðlabankinn beitti inngripum á gjaldeyrismarkaðinn í dag í samræmi við yfirlýsingu peningastefnunefndar. Það var ákveðin hreyfing á markaði sem átti sér stað og Seðlabankinn greip inn í til að sporna við henni.

Kjarninn skrifar í gær:

 Seðla­banki Íslands greip inn við­skipti á gjald­eyr­is­mark­aði í dag, og gekk hröð veik­ing krón­unnar gagn­vart helstu alþjóð­legu mynt­um, að mestu til baka eftir það, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.  Svo virð­ist sem fjár­festar hafi áhyggjur af því að flug­fé­lagið WOW Air lendi í vand­ræðum með að ljúka fjár­mögnun upp á 50 til 100 millj­ónir evra, eins og að hefur verið stefn­t, stendur í fréttinni. 

Kjarn­inn hafði í fyrrakvöld skrifað um veikingu krón­unnar að und­an­förnu sen hún hefur Seðla­bank­inn gripið inn í með við­skipt­u­m sem ekki eru enn ljósar hve mikil voru.