Scott fékk nóg eftir skólamorðin

Scott Pappalardo er búinn að fá nóg. Hann er eigandi samskonar AR-15 hríðskotariffils og 17 nemendur og kennarar voru myrtir með í framhaldsskólanum á Florida á föstudaginn. Myndband hans um riffilinn og hvað hann hefur ákveðið að gera við hann hefur dreifst hratt á netinu og nú hafa yfir 10 milljónir skoðað það.

Pappalardo heur átt riffilinn í 30 ár. Hann segist eindreginn stuðningsmaður vopnaréttarákvæðisins í bandarísku stjórnarskrárinni og reyndar vera með það tattóverað á sig.

En eftir skólamorðin varð hann mjög hugsi. Hann spyr sig í myndbandinu: Er rétturinn til að eiga þetta vopn mikilvægari en mannslíf? Vopns sem getur valdið öllum þessum dauða og hörmungum? \"Ég held ekki,\" segir hann. \"Ég ætla að tryggja að ekkert slíkt komi fyrir með þetta vopn.\"

Myndbandið er hér.