Sár vonbrigði eldri borgara

Stjórn Félags eldri borgara gagnrýnir harðlega fjárlagafrumvarp fyrir árið 2019 og segir það merki um svikin loforð.

„Stjórn FEB lýsir yfir sárum vonbrigðum með þau áform ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að grunnupphæðir lífeyris almannatrygginga eigi aðeins að hækka um 3,4% á næsta ári. Stjórnin telur að þetta feli í sér bæði vanefndir á viljayfirlýsingum og loforðum ráðamanna á undanförnum misserum um að bæta kjör eldri borgara,“ segir í umsögn félagsins um fjárlagafrumvarpið.

Nánar á

https://www.frettabladid.is/frettir/sar-vonbrigi-eldri-borgara