Samráð ekki ögrun

Þingmannasamtök eru vettvangur umræðu og samráðs. Þingmenn frá öllum aðildarríkjum NATO sækja tíða fundi þingmannasamtaka.

Þar koma saman þingmenn úr löggjafarþingum í Evrópu og Norður-Ameríku til að ræða sameiginleg hagsmunamál og áherslur. 

Þingmannasamtökin eru með öllu óháð NATO.  Þau mynda engu að síður þýðingarmikil tengsl á milli NATO og löggjafarþinga aðildarríkja NATO.

Samtökin halda fund á Svalbarða um loftslagsbreytingar og efnahagslega samvinnu á Norðurslóðum. Gera má ráð fyrir mikilli þátttöku þingmannna og sérfræðinga. Öryggismál á Norðurslóðum verða rædd. 

Þess vegna mótmælir Rússland því að þessi fundur sé haldin. Lögmætir öryggishagsmunir NATO á Norðurslóðum eru óumdeilanlegir.

Það á einnig við um lögmæta öryggishagsmuni Rússlands. Fundurinn á Svalbarða er ögrun segir í tilkynningu frá Rússlandi. Hann getur aukið á spennu milli Rússlands og NATO. 

 

Nánar www.ruv.is  www.mbl.is