Samkaup kaupir 10-11 og iceland búðir

Samkaup, sem meðal annars rekur Nettó verslanirnar, hefur keypt sex 10-11 búðir á höfuborgarsvæðinu, fjórar Iceland verslanir og háskólakjörbúðirnar í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. 
 

Öllum boðin vinna hjá nýjum eigendum

Þessar tólf búðir voru áður í eigu fyrirtækisins Baskó.  Í  tilkynningu frá Samkaupum kemur fram að Samkeppniseftirlitið hafi heimilað kaupin. 10-11 verslanirnar sem Samkaup hefur keypt eru í Lágmúla, Grímsbæ, Hjarðarhaga, Laugalæk, Borgartúni og Hafnarfirði. Verslanir Iceland eru í Glæsibæ, Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka. Talsverðar breytingar verða gerðar á búðunum tólf, en öllu starfsfólki þeirra verður boðin vinna hjá nýjum eigendum að því er segir í tilkynningunni. Samkaup rekur fyrir kaupin um fimmtíu verslanir á 33  stöðum víðsvegar um land og eru helstu vörumerki Nettó, Kjörbúðin og Krambúðin. Yfir 1000 manns vinna hjá Samkaupum.

Nánar á

http://www.ruv.is/frett/samkaup-kaupir-10-11-og-iceland-budir