Sami vandi eftir kosningar

„Við fáum nokkurn veginn nákvæmlega sama vandann upp og eftir síðustu kosningar\", segir Guðmundur Hálfdanarson, sagnfræðingur á Þjóðbraut í kvöld. Guðmundur nefnir að fari Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn saman í ríkisstjórn eftir kosningarnar - sem sé afar ólíklegt - þá verði það stjórn sem verði mjög ósamstíga, slíkur grundvallamunur væri á flokkunum. Hinn kosturinn varðandi nýja ríkisstjórn sé margra flokka stjórn minni flokka sem sé þá óstöðug. Kostirnir verði áfram ekki góðir, líkt og eftir kosningar í fyrra.

Fram kom í máli Guðmundar og Stefaníu Óskarsdóttur, stjórnmálafræðings sem ásamt honum ræddi stjórnmálin í dag, að allt tal um sterka stjórn VG og Sjálfstæðisflokks sé ekki raunhæfur kostur.  „Mér þykir afar ólíklegt að bakland VG í Reykjavík sé tilbúin til að styðja slíkt\", segir Stefanía.

Flokkarnir tveir njóta mest fylgis í dag samkvæmt könnunum.

Alþingiskosningar verða haldnar 28.október næstkomandi.