Sami dómari situr og við synjun áður

Munnlegur málflutningur hófst í Guðmundar og Geirfinnsmálum í gær. Aðalheiður Ámundadóttir fréttmaður á Fréttablaðinu fylgist með í dómssal.

Í frétt hennar er þetta haft eftir Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni:

„Ég vænti þess að þessi dómur verði þannig saminn að hann sendi skilaboð til dómstólanna í landinu, til ákæruvaldsins og til framtíðarinnar að þetta gerist ekki oftar í sakamálum,“ sagði Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, eins sakborninganna í málinu.

Enn fremur kemur fram í fréttinni:

„Eftir að hafa fjallað um málsmeðferð lögreglu, ákæruvalds og dómstóla og brot á helstu réttindum sakaðra manna, brýndi Ragnar réttinn til að sýna áræðni“.

Haft er eftir Ragnari: „Ég geri mér grein fyrir því, virðulegi Hæstiréttur, að þetta geti verið erfitt fyrir dómarana, af því að nú erum við að fjalla um dóm sem þessi sami dómstóll kvað upp árið 1980 og erum óbeint að fjalla um synjun hans á endurupptöku árið 1997 og einn af dómurum sem tóku þátt í þeirri synjun er enn dómari við réttinn. Ég geri mér grein fyrir því að það þarf áræðni til að fjalla um þetta mál svo viðunandi sé,“ sagði Ragnar.

Nálgast má frétt Aðalheiðar í Fréttablaðinu hér