100 milljarða hagnaður á sjö árum

Sam­herji, stærsta útgerð­ar­fyr­ir­tæki lands­ins, hagn­að­ist um 14,4 millj­arða króna í fyrra. Það þýðir að sam­an­lagður hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins á sjö ára tíma­bili, frá byrjun árs 2011 til síð­ustu ára­móta, nemur yfir 100 millj­örðum króna. Rúm­lega helm­ingur starf­semi Sam­herja er erlend­is.

Sam­herji birti frétt á heima­síðu sinni á föstu­dag þar sem kemur fram að sam­an­lagðar tekjur dótt­ur- og sam­starfs­fé­laga sam­stæðu Sam­herja, sem eru í alls fimmtán lönd­um, hafi verið 77 millj­arðar króna í fyrra. Hagn­að­ur­inn var líkt og áður segir 14,4 millj­arðar króna sem er nán­ast sá sami og hann var árið áður, þegar hann var 14,3 millj­arðar króna.

Nánar á

https://kjarninn.is/frettir/2018-09-03-samherji-hefur-hagnast-um-100-milljarda-sjo-arum/