Samherjagögnin birt: hér getur þú séð öll gögnin frá wikileaks

Vefurinn Wikileaks birti nú í kvöld yfir 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. Wikileaks segir einnig að sé eingöngu hluti af gögnunum og verður næsti hluti gagnanna opinberaður eftir um tvær til þrjár vikur. Þau gögn tengjast rannsókn fréttastöðvarinnar Al Jazeera um spillingu í Namibíu og Angola.

Gögnin á heimasíðu Wikileaks, sem notuð voru við fréttaskýringar Kveiks og Stundarinnar um málefni Samherja, má nálgast hér. Samkvæmt þeim gögnum sem eru inn á síðunni má sjá fjöldann allan af reikningum sem Samherji greiddi í svokallaða ráðgjafarþjónustu til tengdasonar sjávarútvegsráðherra Namibíu.

Gögnin eru frá á árunum 2010 til 2016, eða á þeim árum þegar Samherji var að hefja starfsemi í Namibíu. Gögnin samanstanda af tölvupóstum, skýrslum, töflum, kynningum og ljósmyndum. Samkvæmt þeim gögnum segja Stundin og RÚV að megi sjá hvernig stjórnendur Samherja mútuðu ráðamönnum í Namibíu.