Samfylkingin skilar peningunum: „við ákváðum það strax í nótt“

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, greindi frá því í fréttum Ríkisútvarpsins að Samherji hefði styrkt flokkinn um 1,6 milljónir króna á síðustu 14 árum. Logi sagði í samtali við RÚV:

„Við ákváðum það strax í nótt að skila þessum peningum, en að við myndum skila þeim niður til Namibíu, þannig að við ætlum að láta þá renna til SOS-barnaþorpa.“

Bætti Logi við að tryggja þyrfti að skattrannsóknarstjóri og héraðssaksóknari myndu fá bæði fjármuni og mannafla til að rannsaka Samherjamálið ofan í kjölinn.