Salka Sól ræðir eineltið opinskátt

Sílgildur Mannamáls-þáttur á dagskrá Hringbrautar í kvöld:

Salka Sól ræðir eineltið opinskátt

Tónlistarkonan Salka Sól Eyfeld er geestur Sigmundar Ernis í sígildum Mannamálsþætti á Hringbraut í kvöld klukkan 21:00, en þar ræðir þessi vinsæla listakona meðal annars eineltið sem hún varð fyrir í æsku með einkar opinskáum og einlægum hætti.

Sígildir Mannamálsþættir verða á dagskrá á mánudagskvöldum á næstu vikum, en þessir vinsælu viðtalsþættir eru nú orðnir á annað hundrað að tölu - og hafa fjölmargir þeirra vakið mikla athygli, enda eru þeir afar persónulegir og margir hverjir hispurslausari en almennt þekkist með viðtalsþætti hér á landi.

Og það er sumsé Salka Sól sem lætur ljós sitt skína í kvöld, en þátturinn var frumsýndur á Hringbraut fyrir réttu ári.

Nýjast