Sálin kveður

Hey kanína.....

Það er nánast fullyrðing að allir Íslendingar hafa á einhverjum tímapunkti verið í samkvæmi þar sem lög frá Sálinni hans Jóns míns hafa ómað í græjunum. Við höfum raulað með þessum sígíldu setningum í 30 ár og munum eflaust gera ennþá lengur. 

Sálin hans Jóns míns hefur spilað fyrir dansi víðs vegar um Ísland og fengið marga til að slíta dansskónnum og öskra sig hása í \"sódómískri\" gleði augnabliksins. 

Eftir 30 ára stuð hélst Sálin kveðjutónleika í Eldborgarsal Hörpunnar síðasliðna helgi. Blendnar tilfinningar lágu í loftinu sem einkenndust af þakklæti, sorg og gleði. Því eftir hvern smellinn á fætur öðrum tókst þeim alltaf af gefa frá sér nokkra til viðbótar... og svo þó nokkra til. 

Þetta eru mennirnir sem gáfu okkur Jólahjól og Hvar er draumurinn, Hver er orginal og þú fullkomnar mig. Og eftir 30 ár af taumlausri gleði, er lítið annað sem við almúginn getum gert en að þakka fyrir okkur.

 

Kveðjutónleikar Sálarinnar í kvöld kl 21 á Hringbraut.