Sala hlutar í Arion banka

Söluandvirðið nýtt til að greiða skuldabréf

Sala hlutar í Arion banka

Paul Copley forstjóri Kaupþings fagnar þessum áfanga í sölu nærri 30 prósent í Arion banka. Salan lækkar hlut Kaupþings í bankanum í 57,9 prósent. Salan er liður í áframhaldandi viðleitni Kaupþings að innleysa eignasafn sitt og greiða fjármuni til hluthafa Kaupþings. Söluandvirðið verður allt nýtt til að greiða áttatíu og fjögura milljarða skuldabréf ríkissjóðs. Var það hluti af stöðugleikaframlagi Kaupþings sem samþykkt var við nauðasamninga félagsins.

Innnan Arion bankans hefur það lengi verið skoðun að það væri jákvætt fyrir bankann að fá inn í hluthafahópinn erlenda aðila. Með þessum viðskiptum sem eru stærstu einstöku hlutabréfakaup erlendra aðila í sögu Íslands (strax í kjölfar afléttingar fjármagnshaftanna) er tryggð aðkoma alþjóðlegra fjárfesta að Arion banka. Allir eru þeir fjárfestar í Kaupþingi og hafa ákveðið að endurfjárfesta á Íslandi. Í stað þess að fara með fé sitt úr landi. Það er sterkt merki um trú þeirra á Arion banka. Og ekki síður á Íslandi. Taconic Capital og Och-Ziff eru tveir stærstu hluthafarnir í Kaupþingi. Attestor Capital er einnig hluthafi.

Nánar www.arionbanki.is og www.ruv.is

Nýjast